Fréttir

Verðkönnunin gefur ekki rétta mynd

Sigmundur E. Ófeigsson
Sigmundur E. Ófeigsson
Sigmundur E. Ófeigsson framkvæmdastjóri Norðlenska er óánægður með framkvæmd og túlkun verðkönnunar Alþýðusambands Íslands á dögunum. Hann segir hækkun kjötverðs á milli ára fjarri því sem þar sé gefið í skyn.

Sigmundur bendir á að verðkönnunin í fyrra hafi verið gerð 20. desember en í ár 12. desember og það sá samanburður sé ósanngjarn. Rétt fyrir jól setji verslanir kjöt gjarnan á útsölu og munurinn á þessum tveimur dagsetningum sé því mikill í því ljósi.

Sigmundir segir að hækkun á jólavöru Norðlenska sé innan við 18% að jafnaði á meðan afurðaverð á lambakjöti til bænda hafi hækkað um 19-20% í haust. Því þurfi að leita skýringa á 40% hækkun á kjötvöru á milli ára annars staðar en hjá afurðastöðvum.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook