Fréttir

Skiptir máli að hvíla féð

Mynd frá Þeistareykjum í gær. Af vef Morgunblaðsins.
Mynd frá Þeistareykjum í gær. Af vef Morgunblaðsins.
„Það skiptir máli að féð sé hvílt og það getur tekið allt að hálfan mánuð“ segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri kjötvinnslu Norðlenska á Húsavík í viðtali við Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, í dag. Mikið af fé í nálægum sveitum kemur til slátrunar í stöðinni og gerir hann ráð fyrir að um 80 þúsund verði slátrað á þessu hausti, segir í fréttinni.

Á Morgunblaðsvefnum segir að í viðbót við óljósa stöðu vegna óveðursins um fjölda sláturfjár hafi rafmagnsleysi verið að plaga nærsveitir, en Sigmundur segir að sláturhúsið hafi sloppið við það og náð að halda sér á áætlun hingað til.

Það er því ljóst að óveðrið mun hafa víðtækari áhrif en bara á fjölda gripa sem koma í hús, því þetta getur eitthvað seinkað eða haldið aftur af slátrun. Sigmundur er þó vongóður um áframhaldið og segir að ef einhverjir hafi þurft að kunna að bjarga sér hingað til séu það bændur og að þeir muni áfram gera það í þetta skiptið.

Hann segir að þegar björgun og smölun verði lokið á svæðunum sem verst urðu úti, á næstu tveimur vikunum, muni þó betur koma í ljós hvernig slátrun verði háttað og að þá verði að „spila þetta dag frá degi“. Eins og áður kom fram telur hann nauðsynlegt að féð fái nægjanlega hvíld áður en það komi til slátrunar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook