Fréttir

Slátrun er hafin á Húsavík

Forslátrun sauðfjár hófst í morgun, fimmtudaginn 27. ágúst, í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Einnig verður forslátrun á morgun, en hin eiginlega haustslátrun hefst nk. mánudag. Stefnt er að því að sláturtíð á Húsavík ljúki 23. október nk.

Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, segir að á þessum fyrri degi forslátrunar verði slátrað 1035 dilkum af Austurlandi, úr Mývatnssveit og Eyjafirði.  Á morgun verður slátrað  innan við þúsund dilkum, en Sigmundur reiknar með að á mánudag verði slátrað um 1200 dilkum og síðan aukast afköstin þegar líður á vikuna. "Það tekur tíma að þjálfa upp starfsfólk og samhæfa allt þannig að þetta gangi vel fyrir sig. Afköstin munu aukast smám saman," segir Sigmundur.

Af um 80 starfsmönnum, sem hafa verið ráðnir til starfa í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík, eru tæplega þrjátíu Íslendingar, eða 35% starfsmannanna. Um 10% fleiri Íslendingar starfa núna í sláturtíðinni á Húsavík en sl. haust.

Rösklega 50 erlendir starfsmenn starfa á Húsavík í sláturtíðinni, flestir þeirra eru frá Svíþjóð, Póllandi, Bretlandi og Slóvakíu.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook