Fréttir

Slátrun fer afar vel af stað

Sláturtíð er hafin af fullum krafti hjá Norðlenska á Húsavík. Nú þegar er búið að slátra 19.500 lömbum en gert sé ráð fyrir að slátra um u.þ.b. 90-95 þúsund á Húsavík í þessari sláturtíð. Hjá Norðlenska á Höfn er slátrun að fara af stað í þessari viku. Reiknað er með að slátra um 32.000 fjár þar á þessu hausti. Að sögn Sigmundar Hreiðarssonar stöðvastjóra á Húsavík hefur það sem af er, verið slátrað frá 1.700 - 1.900 stk á dag en þegar mest er, er farið upp í 2.000 lömb. Slátrunin hefur gengið vonum framar og var síðasta vika ein sú besta í sögu slátrunar á Húsavík, hvað gæði í verkun varðar. Sigmundur segir að ágætlega hafi gengið að manna sláturhúsið en töluvert sé af útlendingum í húsinu eða allt að 10 þjóðerni og við það fái fyrirtækið mjög svo alþjóðlegt yfirbragð.

Sláturtíð er hafin af fullum krafti hjá Norðlenska á Húsavík. Nú þegar er búið að slátra 19.500 lömbum en gert sé ráð fyrir að slátra um u.þ.b. 90-95 þúsund á Húsavík í þessari sláturtíð.  Hjá Norðlenska á Höfn er slátrun að fara af stað í þessari viku.  Reiknað er með að slátra um 32.000 fjár þar á þessu hausti.

Að sögn Sigmundar Hreiðarssonar stöðvastjóra á Húsavík hefur það sem af er, verið slátrað frá 1.700 - 1.900 stk á dag en þegar mest er, er farið upp í 2.000 lömb.  Slátrunin hefur gengið vonum framar og var síðasta vika ein sú besta í sögu slátrunar á Húsavík, hvað gæði í verkun varðar. Sigmundur segir að ágætlega hafi gengið að manna sláturhúsið en töluvert sé af útlendingum í húsinu eða allt að 10 þjóðerni og við það fái  fyrirtækið mjög svo alþjóðlegt yfirbragð.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook