Fréttir

Slátrun gengur afar vel

Sauðfjárslátrun hjá Norðlenska á Húsavík er í fullum gangi og hefur gengið mjög vel. Nú þegar hefur 32.850 dilkum verið slátrað sem er um 2.000 fleiri dilkar en á sama tíma í fyrra. Útlit er fyrir að um 92.000 dilkum verði slátrað hjá Norðlenska þetta haustið.

Sauðfjárslátrun hjá Norðlenska á Húsavík er í fullum gangi og hefur gengið mjög vel.  Nú þegar hefur 32.850 dilkum verið slátrað sem er um 2.000 fleiri dilkar en á sama tíma í fyrra.  Útlit er fyrir að um 92.000 dilkum verði slátrað hjá Norðlenska þetta haustið.
      Að sögn Sigmundar Hreiðarssonar verksmiðjustjóra á Húsavík " hefur sláturtíð gengið vel, mannskapurinn er góður og verkun hefur verið mjög góð, okkur sýnist þó að fallþungi sé örlítið lægri en árið á undan.  Í vinnslunni eru skornir 400-500 ferskir skrokkar á dag ásamt því að 600-700 frosnir skrokkar eru grófhlutaðir á dag."
      Hefðbundinni sláturtíð líkur um 29. október en slátrað verður í nóvember til útflutnings á fersku kjöti til Bandaríkjanna.  Þeir bændur sem ætla sér að koma með fé til slátrunar þá eru beðnir um að láta vita sem fyrst.  Í sláturtíð hafa veið flutt út 106 tonn af fersku og frosnu lambakjöti á markaði í Bandaríkjunum, Færeyjum og Noregi.  Að auki mun Norðlenska flytja út garnir til Bretlands í sláturtíðinni og fer fyrsti gámurinn nú í vikunni. 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook