Fréttir

Sláturtíð vel á veg komin

Mjög vel gengur að slátra bæði hjá Norðlenska á Húsavík og Höfn. Á Húsavík er búið að slátra tæplega 73.000 fjár en stefnt er að því að slátra um 91.000 lömbum. Á Höfn er búið að slátra um 15.000 fjár og er stefnt að því að heildarslátrun verði um 25.000 lömb.Mjög vel gengur að slátra bæði hjá Norðlenska á Húsavík og Höfn.  Á Húsavík er búið að slátra tæplega 73.000 fjár en stefnt er að því að slátra um 91.000 lömbum.   Á Höfn er búið að slátra um 15.000 fjár og er stefnt að því að heildarslátrun verði um 25.000 lömb.
      Í Nóvember eru áætlaðir 3 dagar í slátrun hjá Norðlenska á Húsavík.  Verkun hefur verið mjög góð í þessari sláturtíð og í raun betri en nokkru sinni áður. 
      Óhætt er að segja að hangikjötsvertíðin sé komin í fullan gang en á Húsavík er unnið að því hörðum höndum að vinna hráefni í hangikjöt fyrir jólaborð landsmanna.  Ásamt því er útflutningur í fullum gangi og í þessari sláturtíð hafa verið sendir 3 gámar af ferskum lambagörnum til Bretlands en reiknað er með að þeir verði 6 í heildina.  Er þetta  fyrsta árið sem Norðlenska vinnur garnir með þessum hætti, þ.e. til útflutnings.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook