Fréttir

Sláturtíðin fer vel af stað

"Sláturtíðin hefur farið ágætlega af stað. Við hefðum kannski viljað fá aðeins fleiri dilka til slátrunar þessa fyrstu daga, en strax á mánudag verðum við komin í full afköst," segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri á Húsavík. Forslátrun var á fimmtudag og föstudag í síðustu viku, en hin eiginlega sláturtíð hófst sl. mánudag.

"Við höfum verið að slátra frá 1200 og upp í 1550 dilkum á dag þessa viku, en strax á mánudag munum við slátra á milli 1900 og 2000 dilkum. Við gerum ráð fyrir að slátra að jafnaði um 1950 dilkum á dag í haust," segir Sigmundur.

Þessa fyrstu daga sláturtíðarinnar hafa flestir dilkar komið til slátrunar úr Mývatnssveit, af Austurlandi og einnig úr Svarfaðardal.

Sigmundur segir verkunina mjög góða þessa fyrstu viku sláturtíðarinnar og fallþunginn sé góður. "Ég heyri ekki annað en að bændur séu nokkuð almennt ánægir með hvernig féð kemur af fjalli," segir hann.

"Það hefur einnig verið mikið að gera hjá okkur í vinnslunni og salan á nýju lambakjöti hefur farið ágætlega af stað," segir Sgmundur Hreiðarsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook