Fréttir

Sprengidagur framundan

Sprengidagur er á þriðjudaginn kemur og víst að margir eru farnir að hlakka til saltkjötsveislunnar. Í nógu hefur verið að snúast hjá starfsmönnum Norðlenska við undirbúning.

„Undirbúningur fyrir Sprengidaginn hefur auðvitað staðið undanfarnar vikur, sögun, söltun og pökkun og svo hefur afgreiðsla á saltkjöti staðið frá síðustu helgi. Undirbúningur þarf að vera góður, því það má áætla miðað við sölu okkar að vel á annað hundrað þúsund manns borði saltkjöt frá Norðlenska á sprengidaginn. Hér hefur allt gengið vel enda búum við að góðu og reyndu starfsfólki sem tekst á við þetta verkefni með bros á vör,” segir Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

Á myndinni er Steinunn Harðardóttir starfsmaður Norðlenska á Húsavík við innpakkað, dýrindis saltkjöt.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook