Fréttir

Stærsta söluvika ársins

"Jú, það er rétt að þessi síðasta vika fyrir jól er alltaf sú stærsta hjá okkur á árinu. Reynslan segir okkur að þunginn í sölunni fyrir jólin eru dagarnir 17. - 22. desember," segir Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska.

Gera má ráð fyrir að kjötsalan verði með nokkuð hefðbundu sniði fyrir jólin, að sögn Ingvars Más, enda er það gömul saga og ný að jólahefðir landsmanna breytast ekki mikið frá ári til árs. Hangikjötið er á sínum stað og það sama má segja um hamborgarhryggina. Ingvar Már segir að hangikjötið sé sú vara sem Norðlenska selur mest af fyrir jólin.

Ingvar Már segir að tvíreykta hangikjötið hafi verið að sækja í sig veðrið og þá sé alltaf ákveðinn hópur neytenda sem kjósi sauðakjöt.  Einnig nefnir hann léttreyktan lambahrygg, sem alltaf selst vel fyrir jólin, að ógleymdu nýju svínakjöti. "Það er líka alltaf töluverð sala á magál fyrir jólin og það sama má segja um hangikjöt á beini. Og við byrjum að kynna súrmatinn okkar fyrir jólin, en salan á honum fer síðan í fullan gang strax eftir áramót," segir Ingvar Már.

Samkvæmt venju má ætla að veisluborð landsmanna um áramót verði með örlítið öðru sniði en um jólin. Ingvar Már segir að sala á reyktu kjöti sé jafnan minni fyrir áramótin en jólin, en þá aukist hins vegar sala á nýju lambakjöti og nautakjöti - t.d. nautalundum.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook