Fréttir

Starfsmenn Akureyrarbæjar í óvissuferð hjá Norðlenska

Síðastliðinn föstudag kom starfsfólk Akureyrarbæjar í ráðhúsinu í heimsókn til Norðlenska á Akureyri. Hópurinn sem taldi um 40 manns skoðaði Marel úrbeiningarlínuna hjá Norðlenska og fékk samhliða kynningu á starfsemi fyrirtækisins.

Síðastliðin föstudag kom starfsfólk Akureyrarbæjar í ráðhúsinu í heimsókn til Norðlenska á Akureyri.  Hópurinn sem taldi um 40 manns skoðaði Marel úrbeiningarlínuna hjá Norðlenska og fékk samhliða kynningu á starfsemi fyrirtækisins.
     Að auki skoðaði hópurinn stórgripasláturhús Norðlenska.  Að lokinni vel heppnaðri skoðunarferð var boðið upp á léttar veitingar á skrifstofu félagsins þar sem málefni Norðlenska vorur rædd enn frekar.  Það er Norðlenska mikið ánægjuefni að fá tækifæri til að kynna starfsemi sína með svo beinum hætti.  Að sögn Bjarna Reykjalín sem fór fyrir hópnum þótti heimsóknin fróðleg og móttökurnar frábærar.  "Það er ánægjulegt að fá tækifæri til að kynnast svo öflugu og framsæknu nútímafyrirtæki í fararbroddi í kjötiðnaði á Íslandi, með aðalstöðvar í okkar heimabæ" sagði Bjarni í þakkarbréfi til Norðlenska eftir helgina.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook