Fréttir

Starfsmenn Norðlenska hjóla í vinnuna

Starfsmenn Norðlenska taka þátt í átakinu Hjólað í vinnuna eins og í fyrra. Þátttaka er góð; á Húsavík eru þrjú 10 manna lið og tvö lið á Akureyri.

„Það er kominn mikill keppnishugur í mannskapinn, sá sem fór lengst fyrsta daginn hjólaði 14 kílómetra og annar 10. Því má segja að þeir hafi farið krókaleiðir  í vinnuna, því hér eru vegalengdir almennt ekki langar ef farin er stysta leið í vinnuna,” segir Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska á Húsavík.

Þannig er nú reyndar hér að fólk hjólar og gengur þó nokkuð í vinnuna allt árið og hér eru yfirleitt ein 10 hjól fyrir utan dag hvern á veturna og það þrátt fyrir að snjór sé og veður misjöfn,” segir Sigmundur.

Í fyrra tóku 39 starfsmenn Norðlenska þátt í átakinu, tvö lið á Akureyri og tvö á Húsavík. Hjólaðir/gengnir voru rúmlega 1.550 km, þarf af voru Akureyringar með um 900 km og Húsvíkingar um 650 km. Aftur á móti voru þátttökudagar samtals fleiri hjá Húsvíkingum eða 261 en 212 hjá Akureyringum. Norðlenska var í 5. sæti í flokki fyrirtækja með 150-399 starfsmenn. Alls voru 33 fyrirtæki í þessum keppnisflokki.

Myndin er tekin fyrir utan hús Norðlenska á Húsavík í morgun.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook