Fréttir

Starfsmenn Norðlenska taka þátt í "Hjólað í vinnuna"

 „Þetta hefur farið prýðilega af stað. Í það heila er 41 þátttakandi í átakinu í okkar fyrirtæki, þar af 25 starfsmenn á Húsavík og 16 á Akureyri. Á Húsavík eru 45 starfsmenn þannig að þar er þátttakan sérstaklega góð," segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska, um þátttöku starfsmanna fyrirtækisins í heilsuátakinu „Hjólað í vinnuna".

Allt að tíu þátttakendur eru í hverju liði, sem þýðir að hjá Norðlenska eru fjögur lið. Skráð er niður vegalengd þeirra sem hjóla eða ganga og þegar þetta er skrifað er Norðlenska í 8. sæti í flokki fyrirtækja með 150-399 starfsmenn.

„Við erum að taka þátt í þessu átaki í fyrsta skipti og ég vona að starfsmenn okkar líti á það sem hvatningu að halda áfram á sömu braut. Með því að hjóla eða ganga í og úr vinnu eru menn að slá í það minnsta tvær flugur í einu höggi; hreyfa sig meira, spara eldsneyti o.fl. Það er ekkert nema jákvætt við þetta," segir Jóna.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook