Fréttir

Styttist í sláturtíð

„Sláturhúsið verður fullmannað miðvikudaginn 1. september. Það er viku seinna en í fyrra, en þá voru þó nokkuð margir dagar sem ekki nýttust til fulls. Það hefur verið erfitt að fá fé í byrjun sláturáætlunar til að fylla heila daga í húsinu,“ segir Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

Sigmundur segir slátrun samkvæmt sláturáætlun munu hefjast mánudaginn 6. september og eins og áður óski fyrirtækið eftir því að bændur skili inn sláturfjárloforðum eins fljótt og auðið er, „því það hjálpar mikið við niðurröðun sláturáætlunar og er okkur öllum til hagsbóta; við erum jú öll í sama bátnum og þurfum að róa samtaka í sömu átt og sigla þessu ágæta fyritæki okkar fram á við.“

Bændur eru hvattir til þess að panta tímanlega hafi þeir hug á forslátrun. „Við áætlum að slátra 300-400 lömbum á dag, 25.-27. og 30.-31. ágúst. Það verður því um takmarkað magn er að ræða og ekki hægt að lofa að allir komi sínu að þessa daga,“ segir Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri á Húsavík.

„Við stefnum á að vera komin í full afköst 9. september í stað 15. september í fyrra en við áætlun engu að síður að slátrun verði lokið á sama tíma og á síðasta ári, miðvikudaginn 27. október. Miðað við að þetta gangi upp þá er klárt að mun betri nýting verður á hverjum sláturdegi með tilheyrandi sparnaði.“

Að sögn Einars Karlssonar sláturhússtjóra á Höfn hefst slátrun þar 21. september og stendur út október. „Við vitum ekki enn hve miklu við munum slátra en göngum út frá því að það verði svipað magn og í fyrra, “ segir Einar Karlsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook