Fréttir

Styttist í sláturtíðina

Nú styttist óðum í sláturtíð og því vill Norðlenska biðja innleggjendur að senda sláturfjárloforð til Norðlenska sem fyrst. Hér á heimasíðunni er að finna eyðublað fyrir sláturfjárloforð undir "Bændur" og er unnt að senda það rafrænt. Þeir sem óska eftir að fá sent sláturfjáreyðublaðið á pappír eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Norðlenska.

Á Húsavík er áætlað að slátra um 500 lömbum 14. ágúst nk. Hin eiginlega haustsláturtíð hefst síðan á Húsavík þriðjudaginn 26. ágúst.

 Á Höfn er áætlað að slátra einn dag í viku frá verslunarmannahelgi. Hin eiginlega sláturtíð á Höfn hefst um miðjan september.

Í næstu viku fá innleggjendur sent eyðublað fyrir sláturloforð, sem þeir geta síðan sent rafrænt eða á faxi til Húsavíkur eða á Höfn. Það skal einnig ítrekað að eyðublaðið er að finna hér á heimasíðunni undir "Bændur" og þar er hægt að senda það rafrænt til Norðlenska.

Fréttabréf með nánari upplýsingum um sláturtíðina verður sent til bænda fyrstu dagana í ágúst.

 

 

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook