Fréttir

Sumarslátrun á Húsavík 15. ágúst nk.

Sumarslátrun dilka verður miðvikudaginn 15. ágúst nk. á Húsavík. Á Höfn er ráðgert að slátra einu sinni í viku frá verslunarmannahelgi.

Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, hvetur bændur til þess að senda sláturfjárloforð inn hið allra fyrsta, en það er unnt að gera með því að fylla út eyðublað sem er að finna hér á vefnum undir Bændur/Eyðublö/Sláturfjárloforð og senda það rafrænt til Norðlenska. Einnig er unnt að hringja inn sláturfjárloforð í Sigmund á Húsavík í síma 460 8888 eða Einar á Höfn í síma 460 8870. 

Hin eiginlega sláturtíð hefst síðan á Húsavík miðvikudaginn 29. ágúst, sem er um viku síðar en á síðasta hausti. Á Höfn hefst haustslátrunin einnig síðar en í fyrra eða 18. september. Sigmundur Hreiðarsson segir að ástæðan fyrir því að sláturtíð hefjist síðar í haust en í fyrra sé sú að reynslan hafi verið sú bæði á Húsavík og Höfn í fyrra að bændur hafi ekki verið tilbúnir til þess að koma snemma með dilka til slátrunar og því hafi verið ákveðið að færa sláturtíðina eilítið aftar í ár.

Sigmundur sagði ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda sláturfjár í ár, en hann átti ekki von á miklum breytingum frá sl. hausti. Þá var slátrað tæplega 82 þúsund fjár á Húsavík og um 33 þúsund fjár á Höfn.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook