Fréttir

„Sýningin tókst frábærlega”

Sýningin tókst frábærlega og það voru þúsundir gesta sem heimsóttu sýningarsvæði Norðlenska,” segir Ingvar Gíslason, markaðsstjóri fyrirtækisins, eftir sýninguna MATUR-INN 2011 sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina.

„Tilraunaeldhúsið okkar vakti mikla athygli, þar sem Friðrik V gaf gestum að smakka 5-6 vörutegundir sem síðan voru dæmdar af neytendum. Á laugardeginum eldaði Yesmine Olsson  lambakjöt að indverskum hætti ásamt meðlæti. Viðtökur við því voru frábærar og líklegt að indverskt æði grípi um sig á Akureyri næstu vikurnar, segir Ingvar.

Sýningin MATUR-INN er haldin annað hvert ár. Hún hefur notið mikilla vinsælda og var aðsóknin nú enn betri en áður. Talið er að 12-15 þúsund manns hafi lagt leið sína í íþróttahöllina að þessu sinni. Sýnendur voru víða af Norðurlandi, úr Eyjafirði, Skagafirði og Þingeyjarsýslum, en einnig af Austurlandi.

Á sölusvæðinu okkar seldist allt upp sem í boði var. Megin áhersla var lögð á Hakkabuff, Sælkerabollur og Sænskar kjötbollur, sem hreinlega runnu út eins og heitar lummur. Uppskriftir af sósum og öðru sem kynnt var á sýningunni verða aðgengilegar á facebook síðu Goða fljótlega,” segir Ingvar. Óhætt er að segja að frábær helgi sé að baki þar sem komu saman matvælaframleiðendur og veitingahús af stóru svæði og töluðu beint við sína viðskiptavini.

Á myndinni eru hjónin Friðrik V. Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir ásamt Þórarni Inga Péturssyni bónda á Grýtubakka 1, áður í Laufási.

Fleiri myndir frá sýningunni


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook