Fréttir

Tæplega 70 tonn af fersku lambakjöti til Bandaríkjanna í haust

Á þessu hausti hefur Norðlenska flutt út sem næst 66 tonn af fersku lambakjöti til Bandaríkjanna, þar sem það er selt í verslunum Whole Foods, fyrst og fremst á Washington- og Baltimoresvæðinu á austurströndinni. Ingvar Már Gíslason, sölu- og markaðsstjóri Norðlenska, segir að lambapakkar séu vinsælasta varan, en þeir innihalda læri, hrygg, skanka og framstykki.  Kjötið fer allt ferskt  í flugi og skipum og því er einungis um að ræða útflutning í september og október, meðan á haustslátrun stendur.

Á þessu hausti hefur Norðlenska flutt út sem næst 66 tonn af fersku lambakjöti til Bandaríkjanna, þar sem það er selt í verslunum Whole Foods, fyrst og fremst á Washington- og Baltimoresvæðinu á austurströndinni.

Ingvar Már Gíslason, sölu- og markaðsstjóri Norðlenska, segir að lambapakkar séu vinsælasta varan, en þeir innihalda læri, hrygg, skanka og framstykki.  Kjötið fer allt ferskt  í flugi og skipum og því er einungis um að ræða útflutning í september og október, meðan á haustslátrun stendur.  

Norðlenska flytur einnig út lambakjöt til Færeyja og orðar Ingvar það svo að sá markaður sé að verða eins og heimamarkaður þar sem Hoyvikssamkomulagið milli Færeyja og Íslands geri það að verkum að nú sé unnt að senda kjötið beint til Færeyja þar sem það er tollskoðað. Áður þurfti að senda kjötið í tollskoðun til Danmerkur og þaðan var það flutt til Færeyja, það ferli var allt að tíu dögum lengra en það er í dag.  Á Færeyjamarkað fer einungis frosið lambakjöt, t.d. pakkaðir hryggir,  pökkuð læri, frampartar og slög, svo og svið og saltkjöt.

 

Aðrir útflutningsmarkaðir eru minni, en þess má þó geta að töluvert fer af úrbeinuðum lambaslögum til Bretlands þar sem þau eru  notuð í framleiðslu á kebab.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook