Fréttir

Þorramaturinn frá Norðlenska flýgur út!

Þó svo að þorrinn hafi byrjað sl. föstudag er þorravertíðin fyrir löngu hafin hjá Norðlenska – raunar hófst hún strax í ágúst og september þegar lagt var í súr. Verkunin tekur sinn tíma og því er eins gott að byrja tímanlega.Þó svo að þorrinn hafi byrjað sl. föstudag er þorravertíðin fyrir löngu hafin hjá Norðlenska – raunar hófst hún strax í ágúst og september þegar lagt var í súr. Verkunin tekur sinn tíma og því er eins gott að byrja tímanlega.
Eggert H. Sigmundsson, verksmiðjustjóri Norðlenska á Akureyri, segir að í raun sé það svo að nú í byrjun þorra sé farið að hægjast á. Fyrir bóndadaginn sé reglan sú að um 80-90% af þorramatnum séu komin í verslanir.
Eggert segir að Norðlenska framleiði tugi tonna af hinum klassíska þorramat og við þá tölu bætist tegundir sem eru í sölu allt árið, eins og t.d. hangikjötið. “Við höfum einfaldlega verið að sjá aukningu í sölu á þorramatnum, hann er greinilega í tísku um allt land. Við merkjum aukna eftirspurn eftir þorramatnum okkar og við höfum verið að mæta þeirri eftirspurn með aukinni framleiðslu. Ef til vill er þorrablótum að fjölga eða þá að neysla á þorramat í heimahúsum er að aukast. Nema hvorttveggja sé,” segir Eggert.
Íslendingar eru fremur íhaldssamir á sinn þorramat og vilja fá hann eins og á síðasta ári. Þess vegna er mikilvægt að verkunin sé í föstum skorðum og passað upp á að fylgt sé ríkjandi hefðum. Hjá Norðlenska hefur verið fylgt sömu uppskriftum með súrmatinn og hefur Óskar Erlendsson haft yfirumsjón með honum á undanförnum árum.
Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segir ánægjulegt að sjá hversu mikil spurn sé eftir þorramat. Greinilegt sé að þessi rammíslenski matur sé nú í hávegum hafður í öllum aldurshópum, eftir eilitla lægð. “Við sáum greinilega aukna eftirspurn í fyrra og það sama er uppi á teningnum í ár, enda er ekkert betra en að bíta í súran pung,” segir Ingvar.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook