Fréttir

Þorravertíðin undirbúin

Þó svo að vetur sé skollinn á er þorramatur kannski ekki efst í huga landsmanna. Engu að síður er tíminn fljótur að líða og það eru raunar ekki nema tæpir þrír mánuðir þar til þorrinn gengur í garð.

Þó svo að vetur sé skollinn á er þorramatur kannski ekki efst í huga landsmanna. Engu að síður er tíminn fljótur að líða og það eru raunar ekki nema tæpir þrír mánuðir þar til þorrinn gengur í garð.

“Jú, það er rétt að við erum komnir á fullt í vinnslu á súrmat fyrir þorrannt. Við hófum raunar þessa vinnslu síðast í september og fyrstu dagana í október. Þessi vinnsluferill tekur um þrjá mánuði þannig að það var ekki eftir neinu að bíða,” segir Leifur Ægisson, vinnslustjóri Norðlenska á Akureyri.

Þær tegundir af þorramat sem Norðlenska er nú með í tunnum fyrir þorrann eru hrútspungar, lundabaggar, bringur, sviðasulta, blóðmör og lifrapylsa.

“Það hefur verið hægt og bítandi aukin sala í þorramatnum á undanförnum árum. Sumir kaupa súrmat til að neyta um jólin, en fyrstu dagana í janúar fer salan í fullan gang,” segir Leifur.  


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook