Fréttir

Þriggja ára samstarfssamningur Þórs og Norðlenska um Goðamótin

Á myndinni eru frá vinstri: Valdimar Pálsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Þórs, Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, og Sigurjón Magnússon, mótsstjóri Goðamótanna.
Á myndinni eru frá vinstri: Valdimar Pálsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Þórs, Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, og Sigurjón Magnússon, mótsstjóri Goðamótanna.
Undanfarin þrjú ár hefur unglingaráð knattspyrnudeildar Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri í samvinnu við Norðlenska staðið fyrir Goðamótunum svokölluðu í knattspyrnu í Boganum síðla vetrar. Mótin hafa notið vaxandi vinsælda ár frá ári og nú er svo komið að fleiri lið óska eftir að taka þátt en unnt er að koma fyrir í Boganum. Til marks um umfang Goðamótanna má geta þess að heildarfjöldi þátttakenda, fararstjóra og þjálfara á þau þrjú Goðamót sem haldin eru á hverjum vetri er um 1.600 og ætla má að í tengslum við mótin komi svipaður fjöldi foreldra og forráðamanna í bæinn. Í það heila má því áætla að á fjórða þúsund manns komi á ári hverju til Akureyrar af öllu landinu í tengslum við Goðamótin og njóta um leið fjölþættrar afþreyingar og þjónustu í bænum.

Undanfarin þrjú ár hefur unglingaráð knattspyrnudeildar Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri í samvinnu við Norðlenska staðið fyrir Goðamótunum svokölluðu í knattspyrnu í Boganum síðla vetrar. Mótin hafa notið vaxandi vinsælda ár frá ári og nú er svo komið að fleiri lið óska eftir að taka þátt en unnt er að koma fyrir í Boganum.  Til marks um umfang Goðamótanna má geta þess að heildarfjöldi þátttakenda, fararstjóra og þjálfara á þau þrjú Goðamót sem haldin eru á hverjum vetri er um 1.600 og ætla má að í tengslum við mótin komi svipaður fjöldi foreldra og forráðamanna í bæinn. Í það heila má því áætla að á fjórða þúsund manns komi á ári hverju til Akureyrar af öllu landinu í tengslum við Goðamótin og njóta um leið fjölþættrar afþreyingar og þjónustu í bænum. 



Í ljósi farsæls samstarfs um Goðamótin hafa unglingaráð knattspyrnudeildar Íþróttafélagsins Þórs og Norðlenska gert nýjan þriggja ára samstarfssamning um Goðamótin, en um er að ræða þrjú helgarmót á hverjum vetri eitt fyrir fimmta aldursflokk karla, annað fyrir sjötta aldursflokk karla og þriðja fyrir fjórða og fimmta flokk kvenna, en fyrsta Goðamótið í vetur verður haldið fyrir fjórða og fimmta flokk kvenna dagana 24. til 26. febrúar nk.



Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, lýsir ánægju með áframhaldandi samstarf um Goðamótin, sem stofnað var til fyrir þremur árum. Hér fer saman starfsemi eins öflugasta framleiðslufyrirtækis landsins og metnaðarfulls íþróttafélags.  Norðlenska vill standa að baki öflugu íþróttastarfi ungs fólks og eru Goðamótin góður vettvangur fyrir slíkt, enda er hér um að ræða íþróttamenn framtíðarinnar sem vilja vera í fremstu röð líkt og Goði.



Sigurjón Magnússon, einn af forsvarsmönnum Goðamótanna, segir samstarfið við Norðlenska hafa gengið sérlega vel og mikil ánægja sé með að vinna áfram með fyrirtækinu. Þegar við fórum af stað með Goðamótin á sínum tíma hafði Norðlenska trú á okkur og okkar hugmyndum og þess vegna kom ekki annað til greina en að leita til fyrirtækisins aftur þegar gildandi samningur var að renna út.



Við sem störfum í Íþróttafélaginu Þór vitum mæta vel hversu mikilvægt öflugt unglinga-og barnastarf er og því er það okkur sérstök ánægja að fyrirtæki eins og Norðlenska skuli axla þá samfélagslegu ábyrgð að starfa með okkur. Fyrir það erum við Þórsarar mjög þakklátir.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook