Fréttir

Þrír fara í fagkeppni kjötiðnaðarmanna

Þrír fulltrúar frá Norðlenska taka þátt í fagkeppni kjötiðnaðarmanna á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Vetrargarðinum í Smáralind á morgun og föstudaginn. Okkar menn eru Rúnar Ingi Guðjónsson, Elmar Sveinsson og Rúnar Traustason. Að auki tekur Grétar Þór Björnsson þátt í nemakeppni mótsins.

Fulltrúar Norðlenska verða með ýmsar vörur frá fyrirtækinu í keppninni, um 20 tegundir af alls kyns góðgæti. „Það má segja að þetta sé öll flóran,“ segir Eggert Sigmundsson, vinnslustjóri Norðlenska.

Það er Meistarafélag kjötiðnaðarmanna sem heldur keppnina, sem nú fer fram í níunda sinn. Nokkur ár eru síðan hún var haldin síðast.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook