Fréttir

Tími grillkjötsins!

Sumarið er grilltíminn og því framleiðir Norðlenska mikið af grillkjöti á þessum tíma. Eins og fram hefur komið setti Norðlenska á markaðinn núna á vordögum nýja grillkjötslínu og segir Sigurgeir Höskuldsson, vöruþróunarstjóri fyrirtækisins, að hún hafi mælst vel fyrir hjá neytendum.

Megináherslan í þessari nýju grillkjötslínu er sú að dregið hefur verið úr þurrkrydduðu kjöti, en þess í stað er kjötið marinerað eða kryddað með fersku kryddi, t.d. rósmarin, steinselju og timian. En eftir sem áður er Norðlenska þó með nokkrar tegundir af þurrkrydduðu grillkjöti á markaðnum.

Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segir að sala á grillkjöti fylgi mjög greinilega veðrinu. Salan sé mest þegar veðurguðirnir séu í sólskinsskapi, en síðan dragi úr sölunni í rigningartíð. Þetta segir Ingvar Már að hafi tikl dæmis verið greinilegt á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Eftir rysjótta tíð framan af júní hefur veðrið verið mjög gott núna undir lok júní og um leið hefur salan aukist í grillkjötinu.

Júlí er jafnan stærsti grillkjötsmánuðurinn, enda flestir landsmenn þá í sumarfríum - í sumarbústaðnum, fellihýsinu eða tjaldinu og njóta þess að setja kjöt á grillið. En eins og áður segir er veðrið ansi ráðandi þáttur í grillkjötsneyslunni og því er ástæða til að leggja inn pöntun hjá almættinu um sólríka daga í júlí og ágúst!


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook