Fréttir

Um 114 þúsund fjár slátrað í haust hjá Norðlenska

Haustslátrun Norðlenska á Húsavík og Höfn í Hornafirði er nú að mestu lokið. Slátrun er lokið á Húsavík, en gert er ráð fyrir að slátra 4-500 lömbum á Höfn í næstu viku og þar með verður punkturinn settur yfir i-ið þar. Á Húsavík var slátrað 81.769 fjár – þar af 76.146 lömbum og 5.623 fullorðnu. Meðalvigt dilka á Húsavík var 15,28 kg, sem er heldur meiri meðalvigt en á síðustu haustsláturtíð. Verkun á kjötinu hefur aldrei verið betri en á þessu hausti, verkunargallar voru á bilinu 1-3% á dag og fór allt niður í 0,77 % sem verður að teljast mjög gott. Heildarfjöldi sláturfjár á Höfn er nú orðinn 31.800, en ætla má að með slátruninni í næstu viku verði talan sem næst 32.800. Meðalvigt á Höfn losar 15 kg.

Haustslátrun Norðlenska á Húsavík og Höfn í Hornafirði er nú að mestu lokið. Slátrun er lokið á Húsavík, en gert er ráð fyrir að slátra 4-500 lömbum á Höfn í næstu viku og þar með verður punkturinn settur yfir i-ið þar.

Á Húsavík var slátrað 81.769 fjár – þar af 76.146 lömbum og 5.623 fullorðnu. Meðalvigt dilka á Húsavík var 15,28 kg, sem er heldur meiri meðalvigt en á síðustu haustsláturtíð. Verkun á kjötinu hefur aldrei verið betri en á þessu hausti, verkunargallar voru á bilinu 1-3% á dag og fór allt niður í 0,77 % sem verður að teljast mjög gott.

Heildarfjöldi sláturfjár á Höfn er nú orðinn 31.800, en ætla má að með slátruninni í næstu viku verði talan sem næst 32.800. Meðalvigt á Höfn losar 15 kg.

Því verður heildarfjöldi sláturfjár hjá Norðlenska á þessu hausti sem næst 114.000.

Samhentur hópur

Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, segir að við lok sláturtíðar sé honum efst í huga þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem hafa lagt hönd á plóg í sláturtíðinni.  ”Til að sláturtíð gangi með þeim hætti sem þessi hefur gert þarf öflugt og traust starfsfólk, sem tilbúið er að leggja á sig mikla vinnu og þó ég segi sláturtíð þá á ég að sjálfsögðu líka við það fólk sem starfar í vinnslunni, því þar hefur fólk oft þurft að sýna dug og þolinmæði, því starfsumhverfi þess raskast mest og á þetta einnig við um þá sem starfa í frystigeymslum, við sögun, á lyftara, viðhaldsmenn o.fl.,” segir Sigmundur.

Hann segist vilja þakka sérstaklega fyrir góð samskipti við bændur, sem af hálfu Norðlenska hafi ekki síst verið í höndum réttarstjórans Halldórs frá Sandhólum og Aðalsteins í Klausturseli. Þá hafi flutningsaðilarnir Reynir í Brekku og Sigurður á Mælivöllum skilað sínu verki með miklum sóma.

Sigmundur vill einnig nefna til sögunnar nokkra aðila sem Norðlenska hafi átt mjög gott samstarf við nú í sláturtíðinni; Gámaþjónustuna, “Jóa á gröfunni”, Þvottahúsið Mjallhvítt, Heimabakarí, Hótel Húsavík og Vísi svo einhverjir séu nefndir

Eins og fram hefur komið hafa fjölmargir erlendir starfsmenn starfað í sláturtíðinni á Húsavík, en margir þeirra hafa áður starfað við haustslátrun Norðlenska. Sigmundur lætur þess getið að margir hafa þegar óskað eftir því að koma til Húsavíkur að ári og raunar koma nokkrir hinna erlendu starfsmanna til með að vinna í vinnslu Norðlenska fram til jóla og taka þátt í þeirri miklu jólatörn sem er framundan, m.a. í vinnslu á hinu vinsæla hangikjöti Norðlenska.

Erfitt tíðarfar í haust á suðausturhorninu

Einar Karlsson, sláturhússtjóri á Höfn, segir að haustsláturtíðin hafi farið fremur rólega af stað, bændur hafi almennt ekki verið tilbúnir að afhenda lömb til slátrunar fyrr en í kringum 25. september. En eftir að slátrunin hafi hafist fyrir alvöru hafi hún gengið vel. “En því er ekki að neita að tíðarfarið hefur verið okkur heldur erfitt í haust. Hér hefur verið viðvarandi þoka sem hefur gert það að verkum að heimtur hafa verið með erfiðasta móti. Og hvassviðri í haust hafa einnig gert okkur lífið leitt. Við höfum í tvígang lent í því að missa flutningabíla út af veginum í allt að 40 metra vindhviðum í Öræfasveit, en í báðum tilfellum voru þeir tómir og sem betur fer urðu ekki meiðsl á fólki. Já, ég held að ég geti sagt að tíðarfarið hafi verið með versta móti á þessum slóðum í haust,” segir Einar Karlsson.

 

 

 

 

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook