Fréttir

Um 500 dilkum slátrað í sumarslátrun á Húsavík og Höfn

Á Höfn er slátrað á mili 2 og 300 lömbum í vikunni.
Á Höfn er slátrað á mili 2 og 300 lömbum í vikunni.
Samanlagt er nálægt 500 dilkum slátrað í þessari viku á Húsavík og Höfn. Meðalvigt dilkanna sem var slátrað á Húsavík var rösk 15 kg.

Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri á Húsavík segir að í gær, miðvikudag, hafi verið lógað 222 lömbum á Húsavík. Flestir komu dilkarnir af Eyjafjarðarsvæðinu en einnig úr Bárðardal. Meðalþungi dilkanna var 15,1 kg, sem verður að teljast mjög gott. Verkun dilkanna og flokkun var mjög góð, að sögn Sigmundar.
Allt það kjöt sem til fellur við slátrun á Húsavík í gær fer á markað í höfuðborginni og verður að óbreyttu komið í kjötborð fyrir vikulokin. Sigmundur segir að ekki verði um að ræða frekari sumarslátrun á Húsavík, en haustslátrun Norðlenska á Húsavík hefst síðan af fullum krafti 29. ágúst nk.

Á Höfn verður slátrað um 140 dilkum úr Landssveit í dag, fimmtudag, og reiknar Einar Karlsson, sláturhússtjóri, með álíka fjölda dilka úr nágrenni Hafnar í slátrun á morgun, föstudag. "Við munum síðan slátra einu sinni í viku, ef dilkar bjóðast í slátrun, en haustslátrunin hefst síðan 18. september," sagði Einar og bætti við að þeir dilkar sem slátrað er í dag séu almennt ágætlega vænir. "Fallþunginn liggur ekki fyrir, en ég reikna með að hann verði nálægt fimmtán kílóum," segir Einar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook