Fréttir

Unnið að stefnumótun Norðlenska í sumar

"Norðlenska fór í gegnum umfangsmikla stefnumótunarvinnu fyrir þremur árum og í sumar munum við uppfæra þá vinnu, móta nýja framkvæmdaáætlun fyrir fyrirtækið og setja því ný markmið," segir Auður Finnbogadóttir, formaður stjórnar Norðlenska, í viðtali í nýju fréttabréfi Norðlenska, sem er í prentun og verður dreift innan fárra daga.

Eins og fram hefur komið var Auður kjörin formaður stjórnar Norðlenska í mars sl. Í fréttabréfinu segir hún að sér lítist vel á að takast á við það verkefni að vinna að málefnum Norðlenska með eigendum félagsins. "Ekki síst er áhugavert að fá tækifæri til þess að kynnast þeirri hlið sem snýr að framleiðendunum og hvernig þeir standa að sínum búrekstri. Norðlenska er í eigu stórs hóps bænda og ég lít svo á að eitt af mínum aðalverkefnum sé að efla fyrirtækið og gera það að verðmætari eign fyrir þá," segir Auður.

Í nýju fréttabréfi Norðlenska er m.a. sagt frá mikilli aukningu í sölu afurða Norðlenska á fyrstu mánuðum þessa árs í samanburði við sömu mánuði í fyrra, rætt er við nokkra sauðfjárbændur um sauðburðinn í vor, viðtal við Friðjón Edvardsson, sölustjóra Norðlenska og fréttir frá Búsæld.

Fréttabréfið má skoða hér á pdf-formi.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook