Fréttir

Uppgjöri vegna útflutningsgreiðslna lokið

Norðlenska matborðið hefur gengið frá uppgjöri við sauðfjárbændur vegna útflutningsgreiðslna. Um er að ræða greiðslur sem að öllu jöfnu hefðu verið greiddar í lok maí og í lok ágúst. Það er sérstakt ánægjuefni fyrir Norðlenska að geta skilað greiðslum til sauðfjárbænda jafn snemma og raun ber vitni. Ein meginástæðan er að sala og markaðssetning á lambakjöti jafnt innan- sem utanlands hefur gengið einstaklega vel.

- sala lambakjöts á erlenda markaði hefur gengið vel

 

 

Norðlenska matborðið hefur gengið frá uppgjöri við sauðfjárbændur vegna útflutningsgreiðslna.  Um er að ræða greiðslur sem að öllu jöfnu hefðu verið greiddar í lok maí og í lok ágúst.  Það er sérstakt ánægjuefni fyrir Norðlenska að geta skilað greiðslum til sauðfjárbænda jafn snemma og raun ber vitni.  Ein meginástæðan er að sala og markaðssetning á lambakjöti jafnt innan- sem utanlands hefur gengið einstaklega vel.

 

Þrátt fyrir aukningu í slátrun á síðasta hausti eru dilkakjötsbirgðir Norðlenska í sögulegu lágmarki miðað við árstíma og vel horfir í sölumálum á komandi sumri.  Þá tókst útflutningur til Bandaríkjanna ágætlega og leysti hann þriðjung af útflutningsskyldu fyrirtækisins. 

 

Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska segir það kappsmál fyrir Norðlenska að geta greitt bændum fyrir útflutning eins fljótt og verða má. ¿Útflutningur hefur gengið vel og hefur Norðlenska  flutt út nánast allt það magn sem fyrirtækinu bar skylda til.  Að auki hefur Norðlenska séð um útflutning fyrir Kaupfélag Króksfjarðarness og Sláturfélagið Búa á Höfn.  Bandaríkjamarkaður er og verður áfram okkar mikilvægasti markaður, á þeim markaði eru bestu skilaverðin og þrátt fyrir að gengisþróun á síðastliðnu hausti hafi verið óhagstæð stendur sá markaður uppúr er varðar skilaverð.  Þar eru mikil sóknartækifæri og Norðlenska ætlar sér að nýta sér þau til fullnustu.  Það er eðlilegt að þegar vel gengur, njóti bændur þess.  Það er það sem við höfum gert nú. Norðlenska hefur fengið greitt fyrir útflutning og því er greitt til bænda vegna útflutnings fyrr en efni stóðu til,¿ segir Sigmundur Ófeigsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook