Fréttir

Úrslit: Hjólað í vinnuna 6.-26. maí 2009

Alls tóku 39 starfsmenn Norðlenska þátt í átakinu „Hjólað í vinnuna" dagana 6.-26. maí sl. Mynduð voru fjögur lið - tvö á Akureyri og tvö á Húsavík. Hjólaðir/gengnir voru rúmlega 1.550 km, þarf af voru Akureyringar með um 900 km og Húsvíkingar um 650 km. Aftur á móti var fjöldi þátttökudaga fleiri hjá Húsvíkingum eða 261 en 212 hjá Akureyringum. Norðlenska var í 5. sæti í flokknum fyrirtæki með 150-399 starfsmenn. Alls voru 33 fyrirtæki í þessum keppnisflokki.

Akureyri: Vinnsluliðið var mun duglegra að hjóla heldur en skrifstofuliðið. Þau fóru um 570 km á 127 dögum en skrifstofufólkið fór um 330 km á 85 dögum.  Þau í vinnslunni á Akureyri trónuðu á toppnum hjá fyrirtækinu í heild þegar horft er til fjölda kílómetra. Þar munaði mest um Hörð Erlendsson sem fékk sérstaka viðurkenningu á Akureyri fyrir að hjóla alla 14 dagana og leggja flesta kílómetra að baki samtals 98 km. Fast á hæla hans fylgdu liðsfélagarnir Elvar Óskars, Stefán Einar og Eggert.

Húsavík: Liðin á Húsavík unnu keppnina innan fyrirtækisins þegar horft er til fjölda þátttökudaga. Arnar Guðmundsson fékk sérstaka viðurkenningu á Húsavík fyrir að hjóla alla dagana 14 og leggja flesta kílómetra að baki, samtals 61. Fast á hæla hans komu Rakel, Kjartan Trausta, Eyþór, Boban, Sigurbjörn, Viðar, Þórður (Doddi Kobbi), Martijn og Hilmar Jakobs sem öll hjóluðu eða gengu alla dagana.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook