Fréttir

Útflutningur dilkakjöts mikilvægur bæði bændum og afurðastöðvum

„Það er alveg ljóst að það er og verður nauðsynlegt að flytja út lambakjöt. Við reiknum með að halda áfram útflutningi á svipuðum nótum til Færeyja, Bretlands og væntanlega einnig Noregs. Að okkar mati er afar mikilvægt að halda okkar stöðu á þessum mörkuðum, auk þess sem við höfum verið að skoða möguleika á útflutningi inn á nýja markaði," segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

 

„Það er alveg ljóst að það er og verður nauðsynlegt að flytja út lambakjöt. Við reiknum með að halda áfram útflutningi á svipuðum nótum til Færeyja, Bretlands og væntanlega einnig Noregs. Að okkar mati er afar mikilvægt að halda okkar stöðu á þessum mörkuðum, auk þess sem við höfum verið að skoða möguleika á útflutningi inn á nýja markaði," segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

„Þessi lága skráning á krónunni hefur óneitanlega skapað okkur tækifæri til útflutnings, en samt sem áður er ekki auðvelt við þetta að eiga, enda er kreppan víðar en á Íslandi og lambakjötið er hvergi ódýrasta kjötið. Í kreppu er staðreynd að fólk leitar í ódýrari matvæli. Við höfum séð glögg merki um þetta hér heima. Sem dæmi hefur svínakjötið lækkað í verði á síðustu mánuðum vegna offramboðs og það hefur strax komið fram í samdrætti í sölu á lambakjöti. Í mínum huga liggur alveg ljóst fyrir að til þess að mögulegt sé að hafa áfram svipaða framleiðslu á lambakjöti í landinu verður að flytja út umtalsvert magn. Eins og staðan er í dag er þörfin fyrir útflutning á lambakjöti tæp tvö þúsund tonn á ári og mögulega þyrfti hann að vera meiri núna til þess að ná endum saman vegna sölusamdráttar á innanlandsmarkaði. Að óbreyttu er í raun aðeins tvennt í stöðunni; annað hvort verði dregið úr lambakjötsframleiðslunni eða lögð áhersla á útflutninginn og það ætlum við að gera," segir Sigmundur.

Umtalsverður útflutningur til Færeyja
Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segir að fyrirtækið hafi náð góðum árangri með framleiðsluvörur sínar í Færeyjum, enda sé þar mikil hefð fyrir neyslu á lambakjöti. „Við seljum umtalsvert magn af lambakjöti til Færeyja, t.d. læri, hryggi, súpukjöt og saltkjöt. Þessi markaður skiptir okkur því miklu máli og við munum áfram leggja mikla áherslu á hann," segir Ingvar.

Garnir fluttar út á ný
Að sögn Reynis Eiríkssonar, framleiðslustjóra Norðlenska, verða garnir fluttar út á nýjan leik í haust, en nokkurra ára uppihald hefur verið í þeim útflutningi. Ástæðan er einfaldlega sú að vegna lágs gengis krónunnar borgar þessi útflutningur sig á ný. Þá segir Reynir að unnið sé að því að skoða nýja mögulega markaði fyrir sauðfjárafurðir, en of snemmt sé að segja hvað út úr þeim þreifingum komi.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook