Fréttir

Val á sláturtíma

Í nýju fréttabréfi Norðlenska var ekki rými fyrir frétt um val á sláturtíma. Fréttin birtist hér í heild sinni.

Meiri birgðir dilkakjöts eru nú í birgðageymslum Norðlenska en á síðasta ári og ekki verður flutt kjöt til USA af ágústslátrun eins og reynt hefur verið undanfarin ár. Þörf fyrir sumarslátrun er því ekki eins brýn og á sl. hausti. Nokkur eftirspurn er þó eftir fersku dilkakjöti innanlands og vinnslulínan á Húsavík nú laus til að vinna ferskt kjöt fyrir þann markað. Því þarf Norðlenska verulegt magn dilka til sölu á fersku kjöti fyrir hefbundna sláturtíð.

Aðstaða bænda til slíkrar slátrunar er misjöfn en margir bændur hafa þó möguleika á að slátra hluta lambanna í ágúst. Hagkvæmni þess ræðst m.a. af þunga og ástandi dilkanna, greiðslum fyrir þá eftir tímabilum, magni og gæðum haustbeitar og fyrirhöfn og kostnaði við slátrun.

Reynt hefur verið að meta hvað fæst fyrir fall tveggja dilka á mismunandi tímum miðað við gefnar forsendur um flokkun lambanna sbr. meðfylgjandi töflu.

Áhrif sláturtíma lamba á skilaverð til bónda

Slátur   Fallþ.  Fl.   Grunnv.   Álag    Álag     Skerðing    Álag v.     Greitt til
 dagur                                         slh.      Mráðs   v. útflut.   gæðast.   bónda

15. ág.   13    R2    4927      520    1100    -156       1300        7691
15. ág.   13    O1    4212      520    1100    -156       1300        6976
30. ág.   14    R2    5036      350      500    -168       1400        7118
30. ág.   14    O2    5124      350      500    -168       1400        7206
14. sept. 15    U3    5730                          -300       1500        6930
14. sept. 15    R2    5685                          -300       1500        6885
15. okt.  18    U3+   6246                          -360       1800        7686
15. okt.  18    R3     6408                          -360       1800        7848

Þungabreytingar lambanna eru vandmetnar enda mjög háðar veðurfari og gæðum beitar. Flokkun lambanna ræður einnig miklu um hvaða verð fæst fyrir þau. Meginniðurstaðan virðist að ekki er hagkvæmt að slátra lömbunum fyrr en þau eru nægilega þroskuð til að ná upp fyrir O-flokk og vegna álagsgreiðslna getur verið hagkvæmara að slátra lambi með 13 kg fallþunga í ágúst en þyngja lambið um 5 kg og slátra því í október.

Við val á sláturtíma skiptir ef til vill mestu máli að meta möguleika lambanna á vexti fram eftir hausti, því stöðvist vöxtur vegna lélegrar beitar rýrna fallþungi og kjötgæði fljótt.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook