Fréttir

Mjög vel heppnaðir fundir

Frá einum funda Búsældar og Norðlenska.
Frá einum funda Búsældar og Norðlenska.

Fundir með bændum sem Búsæld og Norðlenska héldu á dögunum á norður- og austurlandi gengu vel og aðsókn var mjög góð. „Það er gott hljóð í bændum, nema það mætti vera aðeins hlýrra í veðri!“ segir Óskar Gunnarsson í Dæli, formaður Búsældar.

„Við fengum um 100 manns á bændafundina. Mætingin var mun jafnari og betri en í fyrra,“ segir Óskar Gunnarsson, sem varð fyrir vonbrigðum með hve fámennt var á sambærilegum fundum fyrir ári.  „Það eru allir ánægðir með útkomuna á fyrirtækinu, og menn voru líka sáttir við þau drög að stefnumótum fyrir Búsæld sem unnið hefur verið að og við kynntum á fundunum. Umræður um málið voru góðar og ég vona að vinnan við þessa stefnumótun klárist á þessu ári,“ segir Óskar.

Formaður Búsældar segir almennt gott hljóð í bændum, nema hvað þeim finnist að gjarnan mætti vera hlýrra í veðri þessa dagana. sem fyrr segir. „Ég átti von á sérstaklega góðu vori af því að það varð snjólaust svo snemma en það hefur verið of kalt undanfarið til þess að gróður taki við sér að einhverju ráði.

Fulltrúar Búsældar og Norðlenska fóru víða um starfssvæðið. Fundað var í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð, í Ýdölum í Aðaldal, Tunguseli í Skaftártungum, á Mánagerði á Nesjum, á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík, í Álfheimum á Borgarfirði Eystri og í Egilsstaðabænum á Egilsstöðum.

Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, var ekki síður ánægður með fundina en Óskar. Þetta voru mjög fínir fundir, umræður góðar og málefnalegar, segir Reynir.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook