Fréttir

Vel heppnaðir fundir með bændum

Á dögunum héldu forsvarsmenn Norðlenska og Búsældar fundi með bændum á innleggsvæðum Norðlenska. Alls voru haldnir 6 fundir sem voru ágætlega sóttir en alls mættu á fundina rúmlega 200 manns. Glærur fundarins eru í heild sinni hér að neðan en meðal þess sem kom fram...

Á dögunum héldu forsvarsmenn Norðlenska og Búsældar fundi með bændum á innleggsvæðum Norðlenska. Alls voru haldnir 6 fundir sem voru ágætlega sóttir en alls mættu á fundina rúmlega 200 manns. Glærur fundarins eru í heild sinni hér að neðan en meðal upplýsinga sem fram komu var að heildaslátrun hjá Norðlenska á sauðfé var 114.124 dilkar. Þar af var um 90.000 fjár slátrað á Húsavík en rúmlega 24.000 á Höfn.
    Útflutningsskylda Norðlenska er um 437 tonn vegna 2004 en nú þegar hafa verið flutt út 312 ígildistonn, mest af fersku lambakjöti á Bandaríkjamarkað.
    Þá kom fram á fundunum að einstaklingsmerkingar eða hjarðmerkingar verða skilyrtar á alla gripi til útflutnings sem fæddir eru eftir 1.júlí 2005 og er það mál sem bændur verða að kynna sér vel til að vera undirbúnir undir þær kröfur.
    Tæplega 500 bændur hafa nú gert samning við Búsæld og er það allnokkru meira en menn reiknuðu með.  Verður það að teljast mjög jákvætt hve vel hefur tekist til.  Það er bændum mikið hagsmunamál að eignast Norðlenska í gegnum eignaraðild sína í Búsæld og má búast við að bændur nái brátt meirihluta eign í Norðlenska.     
    Eins og áður sagði þá þóttu fundirnir takast vel og almenn ánægja var á meðal bænda um hvenig til tókst á liðinni sláturtíð.

 Bændafundir í lok sauðfjársláturtíðar 2004
Glærur


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook