Fréttir

Vel heppnaður Kjötsúpudagur

Almenn ánægja var meðal gesta með kjötsúpuna.
Almenn ánægja var meðal gesta með kjötsúpuna.
Opið hús var hjá Norðlenska fyrsta vetrardag, en sá dagur hefur verið tilnefndur af Markaðsráði Kindakjöts sem dagur Kjötsúpunnar. Gestum og gangandi var boðið upp á alíslenska Kjötsúpu sem mæltist vel fyrir hjá þeim tæplega 1000 manns sem þáðu heimboðið. Starfsemi var í fullum gangi á Marel úrbeiningarlínunni þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér framleiðslu á afurðum Norðlenska. Óhætt er að segja að dagurinn hafi lukkast vel og var veður með besta móti. Á þriðja hundrað lítrar af kjötsúpu runnu ofan í gestina sem margir höfðu á orði að aldrei yrði annað á borðum en Kjötsúpa þennan dag. Yngri kynslóðin hafði nóg fyrir stafni og gat meðal annars brugðið sér í kassaklifur og hoppað í hoppkastala. Börnin létu sitt ekki eftir liggja í að bragða á súpunni og kom það mörgum þeirra á óvart hversu bragðgóður og hollur matur súpan væri.

Opið hús var hjá Norðlenska fyrsta vetrardag, en sá dagur hefur verið tilnefndur af Markaðsráði Kindakjöts sem dagur Kjötsúpunnar.

Gestum og gangandi var boðið upp á alíslenska Kjötsúpu sem mæltist vel fyrir hjá þeim tæplega 1000 manns sem þáðu heimboðið.

Starfsemi var í fullum gangi á Marel úrbeiningarlínunni þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér framleiðslu á afurðum Norðlenska.

Óhætt er að segja að dagurinn hafi lukkast vel og var veður með besta móti.  Á þriðja hundrað lítrar af kjötsúpu runnu ofan í gestina sem margir höfðu á orði að aldrei yrði annað á borðum en Kjötsúpa þennan dag. Yngri kynslóðin hafði nóg fyrir stafni og gat meðal annars brugðið sér í kassaklifur og hoppað í hoppkastala.  Börnin létu sitt ekki eftir liggja í að bragða á súpunni og kom það mörgum þeirra  á óvart hversu bragðgóður og hollur matur súpan væri.

            Mikil hrifning var meðal gesta sem fóru í skoðunarferð um fyrirtækið, sérstaklega vakti úrbeiningarlínan mikla athygli enda hafa verið miklar tækniframfarir í vinnslu og pökkun á kjöti síðustu árin.  Margir hverjir sem komu í heimsókn höfðu starfað í kjötvinnslum á sínum yngri árum, því voru það mikil viðbrigði fyrir þann hóp að sjá hvernig tækninni hafði fleygt fram.  Sérstaklega var haft á orði hversu mikil gæðin væru orðin á kjötafurðum þar sem  meðhöndlun á hráefni er öll til fyrirmyndar. 

            Það er von Norðlenska að allir hafi haft ánægju af kjötsúpudeginum og eru allar líkur á að þessi dagur sé kominn til að vera.

Hægt er að sjá myndir frá deginum hér á heimasíðunni.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook