Fréttir

Vel heppnuð heimsókn til Vísis á Húsavík

Víðir Svansson ræðir við starfsmenn Norðlenska.
Víðir Svansson ræðir við starfsmenn Norðlenska.

Starfsfólk Norðlenska  á Húsavík heimsótti fiskvinnslu Vísis þar í bæ síðastliðinn föstudag. Víðir Svansson verkstjóri tók á móti hópnum, ásamt aðstoðarfólki sínu, og sýndi gestunum vinnsluna frá upphafi til enda. Sigmundur Hreiðarsson stöðvarstjóri Norðlenska segir heimsóknina hafa verið afbragðs vel heppnaða og vill koma bestu þökkum á framfæri til Víðis og hans fólks.

Vinnslan hjá Vísi og starfsstöð Norðlenska á Húsavík eiga margt sameiginlegt. Til dæmis er starfsmannafjöldi svipaður, glæsilegar vinnslulínur frá Marel eru á báðum stöðum og traust og gott starfsfólk; þetta eru klárlega tveir af hornsteinum atvinnulífsins hér á Húsavík," segir Sigmundur.

Hann segir heimsóknina hafa verið mjög fróðlega og skemmtilega auk þess sem gestirnir hafi notið góðs af, því eftir að búið að var að skoða vinnsluna var öllum boðið upp á dýrindis fiskisúpu að hætti hússins," segir Sigmundur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook