Fréttir

Verðhækkun á nautgripainnleggi

Norðlenska hefur gengið frá nýjum verðlista nautgripakjöts sem tekur gildi í dag. Samhliða verðhækkunum mun Norðlenska taka upp staðgreiðslu á nautgripum sem hagað verður þannig að greitt verður fyrir innlegg annan mánudag eftir sláturviku.

Norðlenska hefur gengið frá nýjum verðlista nautgripakjöts sem tekur gildi í dag.  Samhliða verðhækkunum mun Norðlenska taka upp staðgreiðslu á nautgripum sem hagað verður þannig að greitt verður fyrir innlegg annan mánudag eftir sláturviku.
Norðlenska hefur undanfarnar vikur aukið sölu sína og vinnslu á nautgripum. Allir þeir gripir sem koma til slátrunar hjá Norðlenska á Akureyri eru unnir þar.
Norðlenska biður bændur um að láta félagið sitja fyrir gripum, þannig að sú vinnsla og markaðsstaða sem byggð hefur verið upp undanfarin ár haldist. Hagsmunum bænda á svæðinu er best borgið með því að slátra á norðurlandi og stuðla þar með að aukinni vinnslu. Þannig verður markaðsstaða Norðlenska og innleggjenda best varin.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook