Fréttir

„Strákarnir okkar” fengu níu gullverðlaun

Fulltrúar Norðlenska stóðu sig framúrskarandi vel í fagkeppni kjötiðnaðarmanna sem haldin var á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í Smáralind í Kópavogi um síðustu helgi. Þremenningarnir, Rúnar Traustason, Rúnar Ingi Guðjónsson og Elmar Sveinsson, nældu í alls 17 verðlaun - þar af níu gull. Þá sigraði  Grétar Þór Björnsson, einnig frá Norðlenska, í nemakeppninni.

Rúnar Traustason fékk fern gullverðlaun; fyrir Veisluhangilæri, hangilæri, lifrarpylsu og grafið lambafille. Þá fékk Rúnar tvenn bronsverðlaun, annars vegar fyrir kindakæfu og hins vegar fyrir pressuð svið.

Rúnar Ingi Guðjónsson fékk þrenn gullverðlaun; fyrir kindakæfu, hangikjöt og franska salami og þá hlaut hann silfurverðlaun fyrri léttreyktan lambahrygg.

Elmar Sveinsson fékk alls sjö verðlaun. Fyrsta skal nefna gull fyrir danska lifrarkæfu og El Toro, sem er hráverkaður nautavöðvi. Hann hampaði þrennum silfurverðlaunum; fyrir ostapylsu, hamborgarhrygg og sviðasultu og loks tvennum bronsverðlaunum, fyrir Vínarpylsur og ítalska salami.

Á myndinni eru Rúnar Ingi Guðjónsson, til vinstri, og Elmar Sveinsson. Þeir vinna báðir á Akureyri en Rúnar Traustason á Húsavík.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook