Fréttir

Veruleg aukning í slátrun Norðlenska á Höfn

Reiknað er með að slátra á bilinu 33-34 þúsund fjár hjá Norðlenska á Höfn, sem er fjölgun um sem næst 10 þúsund fjár frá síðustu sláturtíð. Haustslátrun hófst á Höfn þann 12. september sl. og síðan hefur verið slátrað alla virka daga. Núna um helgina verðum við búnir að slátra um 18.500 fjár, en við reiknum með að ljúka slátrun eftir þrjár vikur 28. október, segir Einar Karlsson, sláturhússtjóri á Höfn. Fé úr Berufirði er nú flutt til slátrunar á Höfn, en í fyrra var fé af því svæði slátrað hjá Norðlenska á Húsavík. Þá eru um sex þúsund fjár úr frá nítján bændum í Vestur-Skaftafellssýslu - að stærstum hluta úr Skaftárhreppi og allt vestur í Álftaver - slátrað núna á Höfn, sem ekki var áður. Við höfum fengið fyrirspurnir um slátrun víðar að t.d. úr Landssveitinni og við leggjum áherslu á að verða við öllum þessum óskum, segir Einar og hvetur menn til þess að hafa samband við sig í síma 840 8870 vilji þeir leita eftir slátrun í haust. Að jafnaði er slátrað um 1000 fjár á dag, en afköstin hafa farið mest upp í um 1100 dilka á dag. Á bilinu 40-45 manns starfa hjá Norðlenska á Höfn í sláturtíðinni þar af er um helmingur útlendingar frá Svíþjóð, Tékklandi, Bretlandi, Póllandi, Slóveníu og Þýskalandi. Ég hef ekki nákvæmar tölur yfir fallþunga, en mín tilfinning er að hann sé eilítið minni en í fyrra, segir Einar og telur að óvenju kalt vor sé meginskýringin.

Reiknað er með að slátra á bilinu 33-34 þúsund fjár hjá Norðlenska á Höfn, sem er fjölgun um sem næst 10 þúsund fjár frá síðustu sláturtíð.

Haustslátrun hófst á Höfn þann 12. september sl. og síðan hefur verið slátrað alla virka daga. Núna um helgina verðum við búnir að slátra um 18.500 fjár, en við reiknum með að ljúka slátrun eftir þrjár vikur  28. október, segir Einar Karlsson, sláturhússtjóri á Höfn.

Fé úr Berufirði er nú flutt til slátrunar á Höfn, en í fyrra var fé af því svæði slátrað hjá Norðlenska á Húsavík. Þá eru um sex þúsund fjár úr frá nítján bændum í Vestur-Skaftafellssýslu -  að stærstum hluta úr Skaftárhreppi og allt vestur í Álftaver - slátrað núna á Höfn, sem ekki var áður. Við höfum fengið fyrirspurnir um slátrun víðar að t.d. úr Landssveitinni  og við leggjum áherslu á að verða við öllum þessum óskum, segir Einar og hvetur menn til þess að hafa samband við sig í síma 840 8870 vilji þeir leita eftir slátrun í haust.

Að jafnaði er slátrað um 1000 fjár á dag, en afköstin hafa farið mest upp í um 1100 dilka á dag. Á bilinu 40-45 manns starfa hjá Norðlenska á Höfn í sláturtíðinni  þar af er um helmingur útlendingar frá Svíþjóð, Tékklandi, Bretlandi, Póllandi, Slóveníu og Þýskalandi.

Ég hef ekki nákvæmar tölur yfir fallþunga, en mín tilfinning er að hann sé eilítið minni en í fyrra, segir Einar og telur að óvenju kalt vor sé meginskýringin.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook