Fréttir

Verulegur rekstrarbati

Rekstur Norðlenska batnaði verulega milli áranna 2003 og 2004 og nemur rekstrarbatinn hundrað milljónum króna. Frá árinu 2001nemur rekstrarbati Norðlenska sem næstþrjú hundruð milljónum króna. HeildarveltaNorðlenska á síðasta ári var 2.380 milljónirkróna. Fjármunamyndun í rekstri á síðasta ári nam hundrað milljónum króna, sem dugar fyrir afborgunumlána og vöxtum. EBITDA-hagnaðurhjá félaginu var nálægt 140 milljónum króna,sem er mjög í takt við áætlanir.

Rekstur Norðlenska batnaði verulega milli áranna 2003 og 2004 og nemur rekstrarbatinn hundrað milljónum króna. Frá árinu 2001nemur rekstrarbati Norðlenska sem næstþrjú hundruð milljónum króna. HeildarveltaNorðlenska á síðasta ári var 2.380 milljónirkróna. Fjármunamyndun í rekstri á síðasta ári nam hundrað milljónum króna, sem dugar fyrir afborgunumlána og vöxtum. EBITDA-hagnaðurhjá félaginu var nálægt 140 milljónum króna,sem er mjög í takt við áætlanir.

Við höfum unnið markvisst að því að bæta rekstur fyrirtækisins, meðal annars með ýmiskonar hagræðingu.Við höfum aukið eigin slátrun verulega og þá höfum við náð að auka umtalsvert framleiðslu fullunninnar vöru, segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

Heildarslátrun Norðlenska á síðastliðnu ári var 1.750 tonn í lambakjöti, 1.200 tonn ísvínakjöti, 800 tonn í nautakjöti og 19 tonn íhrossakjöti.

Rekstur á matvælafyrirtæki eins og Norðlenska er vissulega mjög viðkvæmur og því er ég mjög sáttur við þá jákvæðu þróun sem orðið hefur í rekstrinum. Í okkar áætlunum, miðað við að ytri aðstæður breytist ekki

verulega, er gert ráð fyrir að á yfirstandandi ári aukist fjármunamyndun frá síðasta ári og fyrirtækið verði gert upp með hagnaði, segir Sigmundur.

 

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook