Nýjustu fréttir

Stærsta naut sem Norðlenska hefur slátrað - 553,1 kg


Þyngdarmet var slegið hjá Norðlenska á dögunum þegar holdanaut frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd kom til slátrunar á Akureyri. Reyndist dýrið 553,1 kg. Þyngsti grípur sem slátrað hafði verið fram að þessu hjá fyrirtækinu var 526 kg boli frá Hleiðargarði í Eyjafjarðarsveit á síðasta ári.
Lesa meira

Sauðfjárslátrun hafin á Húsavík

Frá slátrun hjá Norðlenska á Húsavík
Sauðfjárslátrun hófst hjá Norðlenska á Húsavík á miðvikudag þegar um 1000 dilkum var slátrað. Reikna má með því að um miðja næstu viku verði sláturhúsið á Húsavík komið í full afköst en þá verður slátrað um 2000-2200 dilkum á hverjum degi. Nýtt lambakjöt og innmatur er nú þegar fáanlegt í Nóatún og Krónunni.
Lesa meira

Nýtt mötuneyti tekið í notkun

Frá móttökunni fyrr í dag
Nýtt mötuneyti var tekið í notkun hjá Norðlenska Akureyri í dag. Framkvæmdir hafa staðið yfir við byggingu mötuneytisins frá því skóflustunga var tekin í lok apríl. Nýja mötuneytið getur tekið alla starfsmenn Norðlenska á Akureyri í sæti. Starfsmönnum var boðið uppá léttar veitingar í lok vinnudags í dag. Þar sagði Sigmundur Ófeigsson framkvæmdarstjóri Norðlenska "að starfsmannamál skiptu fyrirtækið miklu máli og því væri gleðilegt að loksins væri komin sómasamleg aðstaða fyrir starfsfólkið en endurbætur aðstöðunnar hafa verið á dagskrá í fjölda mörg ár".
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook