Nýjustu fréttir

Starfsmenn Norðlenska taka þátt í "Hjólað í vinnuna"


 „Þetta hefur farið prýðilega af stað. Í það heila er 41 þátttakandi í átakinu í okkar fyrirtæki, þar af 25 starfsmenn á Húsavík og 16 á Akureyri. Á Húsavík eru 45 starfsmenn þannig að þar er þátttakan sérstaklega góð," segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska, um þátttöku starfsmanna fyrirtækisins í heilsuátakinu „Hjólað í vinnuna".

Lesa meira

Búið að ráða í öll almenn sumarafleysingarstörf

Búið er að ganga frá ráðningu í þau almennu sumarafleysingarstörf sem í boði voru hjá Norðlenska þetta árið. Um 100 umsóknir bárust að þessu sinni en ráðnir voru 25 starfsmenn í kjötvinnsluna á Akureyri, 8 í kjötvinnsluna á Húsavík og 4 í sölu- og skrifstofustörf. Norðlenska þakkar þeim fjölmörgu sem sendu inn umsókn fyrir áhuga þeirra á störfum hjá fyrirtækinu.

Nýlega var auglýst eftir umsóknum um störf kjötskurðarmanns, lyftaramanns, matráðs og slátrara. Umsóknarfrestur rann út 1. maí sl. og verið er að vinna úr þeim umsóknum sem bárust.

Lesa meira

Gleðilegt sumar!

Norðlenska sendir starfsfólki sínu, bændum, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði- og gæfuríkt sumar. Takk fyrir veturinn!
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook