Nýjustu fréttir

Sumarslátrun hafin hjá Norðlenska

Slátrun er hafin hjá Norðlenska
Sumarslátrun hófst hjá Norðlenska á Húsavík í gær. Í þessari viku verður um 500 lömbum slátrað og í næstu viku verður um 1500 lömbum slátrað. Slátrun hefst síðan daglega með hámarksafköstum þann 23.ágúst. Áætlað er að slátra um 90.000 fjár í sláturtíðinni.
Lesa meira

Verðskrá sauðfjárafurða haustið 2004

Verðskrá fyrir sauðfjáraðfurðir hjá Norðlenska fyrir haustið 2004, hefur nú verið ákveðin og er að finna hér að neðan. Norðlenska leggur áherslu á að um er að ræða tvær verðskrár, annars vegar fyrir þá sem gert hafa viðskiptasamning við Norðlenska og hinsvegar fyrir þá sem ekki hafa gert viðskiptasamning við Norðlenska. Þeir sem ekki hafa gert viðskiptasamning hafa enn tækifæri til þess að gera samning og njóta þannig hærri verða.
Lesa meira

Verðskrá á Nautgripum komin á vefinn

Ný verðskrá fyrir nautgripainnlegg hefur verið birt hér á vefnum. Um er að ræða töluverða verðhækkun á nautgripum en mismikla eftir flokkum. Meðalhækkunin nemur 5,6%. Einnig hefur verið gerð breyting á viðmiðunarþyngdum úr 230kg í 210kg.
Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook