Fréttir

Vika eftir af haustslátrun á Húsavík

Núna í vikulokin er búið að slátra um 71 þúsund fjár hjá Norðlenska á Húsavík og er ein vika eftir af sláturtíðinni, áætlaður lokadagur sláturtíðar á Húsavík er nk. föstudagur. Á morgun, laugardag, verður slátrað á Höfn.

Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, segir að í það heila verði slátrað yfir 80 þúsund fjár á Húsavík í ár. Hann reiknar með að dilkum verði slátrað fram á miðvikudag í næstu viku, en fullorðnu fé verði lógað á fimmtudag og föstudag. "Við ættum að geta lokið slátrun á fullorðnu fé á tveimur dögum, enda höfum við verið að slátra fullorðnu fé jafnhliða dilkaslátruninni," segir Sigmundur.

Slátursölu lauk sl. föstudag og segir Sigmundur fyrir liggja að töluverður samdráttur hafi orðið í sölu á slátrum, eða sem nemur um 15%. Á móti hefur aukist sala á tilbúnu slátri og hún er jafnt og þétt allt árið.

 Á Höfn segir Einar Karlsson, sláturshússtjóri, að slátrun hafi gengið vel í þessari viku - að jafnaði hefur um 1100 fjár verið slátrað á dag. "Við höfum verið að taka fé víða að þessa viku, ekki síst úr vestursýslunni," segir Einar. Hann telur að fallþunginn í haust sé ekki ósvipaður og í fyrra. "En mér sýnist að fallþungi dilka úr vestursýslunni sé minni en verið hefur. Þar hefur féð yfirleitt verið mjög vænt, en menn segja að miklir þurrkar hafi sett strik í reikninginn í ár."
Full slátrun verður á morgun, laugardag, sem Einar segir að sé til þess að öruggt sé að slátrun ljúki fyrir mánaðamótin. "Við verðum með venjulega viku í næstu viku og síðan er stefnt á að sláturtíðinni ljúki hér 31. október, eins og upphaflega var ráðgert," segir Einar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook