Fréttir

VÍS gefur starfsmönnum endurskinsvesti

Magnús Þorvaldsson hjá VÍS á Húsavík kom færandi hendi á dögunum og færði starfsmönnum Norðlenska í bænum endurskinsvesti að gjöf. Þau koma í sérlega góðar þarfir því margir hjóla eða ganga í vinnuna og verða því vel sýnilegir.

- Ég hafði hafði samband við VÍS hér á Húsavík og spurði hvort þeir væru til í að láta starfsfólk Norðlenska í bænum hafa endurskinsborða eða eitthvað þess háttar, því bæði hjólaði fólk og labbaði mikið í vinnuna og það væri svæði hér á milli bæjarins og Norðlenska þar sem væri mjög dimmt  og mikil umferð, þar sem þetta er innkeyrsla inn í bæinn, segir Sigmundur Hreiðarsson vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík.

- Þeir hjá VÍS  tóku strax vel í hugmyndina og var niðurstaðan sú að Magnús Þorvaldsson mætti með vesti á mannskapinn. Þetta er sannarlega mjög þarft og gott framtak og vil ég þakka Magnúsi og hans fólki hjá VÍS kærlega fyrir, segir Sigmundur.

Á myndinni er hluti starfsfólks Norðlenska á Húsavík sem skellti sér í vesti fyrir myndatöku. Magnús Þorvaldsson frá VÍS er lengst til vinstri og við hlið hans Sigmundur Hreiðarsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook