Fréttir

Tugir tonna af súrmat

Eggert Sigmundsson vinnslustjóri bítur í pung.
Eggert Sigmundsson vinnslustjóri bítur í pung.

Aðeins er rúm vika í bóndadaginn og ljóst að landsmenn hyggjast sem aldrei fyrr njóta þess þjóðlega matar sem kenndur er við þorrann, ef marka má eftirspurnina. Norðlenska selur tugi tonna af þorramat að þessu sinni, heldur meira en í fyrra og er aukningin mest í súrum pungum, að sögn Eggerts Sigmundssonar, vinnslustjóra Norðlenska á Akureyri.

Ljúfmetið farið í verslanir

„Við erum fyrir nokkru farin að senda ljúfmetið frá okkur í verslanir og verðum búin að afgreiða mest af framleiðslunni fyrir bóndadaginn, 21. janúar. Eftirspurnin er mjög mikil, bæði eftir súrmat og öðrum vörum tengdum þorranum, til dæmis hangikjöti, lambasviðasultu og lambasviðum,” segir Eggert Sigmundsson.

Líklega aldrei vinsælli

Íslenski þorramaturinn á sér langa hefð og hefur líklega aldrei verið vinsælli en einmitt nú á krepputímum, að sögn Ingvars Gíslasonar markaðsstjóra Norðlenska. „Það er mjög mikið um þorrablót eða mannfagnaði þar sem vinir og kunningjar koma saman til að bragða á þorramatnum. Norðlenska framleiðir töluvert meira af súrmeti en undanfarin ár enda eftirspurn aukist gríðarlega eftir þessum vörum okkar,” segir Ingvar.

Tugir tonna

„Þorrafötur með blönduðum súrmat og þorrabakkar með súrum pungum, sviðasultu, hangikjöti og saltkjöti hafa selst mjög vel undanfarin ár og gerum við ráð fyrir aukningu í þessum vörum. Þegar allt er tekið saman, súrt, nýmeti og aðrar vörur sem tilheyra þorranum þá erum við að tala um tugi tonna sem eru farin á markað eða fara á markað næstu daga,” segir Ingvar. 

Þorramatur í skólum

„Svo er ekki síður vinsælt að bjóða yngstu kynslóðinni upp á súrmetið en þannig reynum við að viðhalda hefðunum. Það er í raun orðin partur af leik og skólastarfi að bjóða uppá súrmat á þorranum,” segir Ingvar Gíslason.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook