Fréttir

Norðlenska selur tugi tonna af þorramat

Framleiðsla og sala á þorramat gengur vel og salan stefnir í að vera á svipuðu róli og í fyrra, að sögn Eggerts Sigmundssonar vinnslustjóra Norðlenska á Akureyri. Á síðasta ári var metsala í súrmeti þannig að ljóst er að landinn hrífst sem fyrr af þorrakræsingunum.

Það eru tugir tonna af þorramat sem fara til viðskiptavina okkar, ýmist í smásölu, mötuneyti eða stóreldhús, skóla og leikskóla,“ segir Eggert.

„Sem fyrr erum við með hefðbundnar tegundir af  súrmeti, punga, sviðasultu, lundabagga, bringukolla, grísasultu og slátur, og þar af eru pungarnir og sviðasultan vinsælust. Einnig er mikil sala í öðrum tegundum á Þorranum svo sem hangikjöti, nýrri sviða- og grísasultu, magál og sviðakjömmum. Yfir Þorrann má t.d. reikna með að við setjum um 20 þúsund hausa í sviðasultur og annað eins fer frá okkur af bæði frosnum og soðnum kjömmum,“ segir Eggert Sigmundsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook