Fréttir

Sláturtíð gengur vel á Höfn - Fé vænna en áður

Einar Karlsson sláturhússtjóri Norðlenska á Höfn er mjög ánægður með hvernig sláturtíðin hefur gengið fram að þessu. „Við byrjuðum 18. september og eftir daginn í dag þykjumst við verða búnir með 16.600 lömb. Það er um það bil helmingur,“ segir Einar í morgun.

Margir útlendingar eru við störf á Höfn nú eins og undanfarin haust. „Heimamenn eru ekki til,“ segir Einar þegar kemur að því að ráða fólk til starfa í sláturtíðinni, en tekur fram að hann sé sérdeilis ánægður með hina erlendu starfsmenn. Þetta er mjög fínt fólk.

Fé er töluvert vænna nú en síðustu ár, að sögn Einars. „Meðalvigtin er mikið betri. Ég gæti ímyndað mér að munurinn sé eitthvað á annað kíló,“ segir Einar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook