Fréttir

Pizzu partý

Pizzan er upprunin frá Ítalíu en hefur þróast mikið á síðastliðnum árum.  Pizzan er líklega einn vinsælasti skyndibiti íslendinga. Pizza pepperoni er sígild en skemmtileg er að prófa aðrar samsetningar.

Pizzubotn

1/2 pakki ger
3 dl volgt vatn
8 dl hveiti
1/2 tsk salt
2 tsk olía

Hrærið gerið út í vatnið og setjið svo saltið og olíuna saman við og að lokum er hveitið sett saman við og deigið hnoðað þangað til það er slétt og sprungulaust. Látið deigið lyfta sér þar til það hefur a.m.k tvöfaldað rúmmál sitt.

Pizzusósa

1 dós maukaðir tómatar
3 hvítlauksrif
1/2 tsk Oregano
1/2 tsk basilika
Pipar úr kvörn
Salt

Pressið hvítlaukinn saman við tómatmaukið og hrærið saman ásamt oregano og basiliku  piprið og saltið eftir smekk.

Grunnur: Fletjið nú deigið út í passlegar stærðir dreifið hæfilegu magni af pizzusósunni jafnt yfir deigið þá osti og að lokum er uppáhalds álegg hver og eins sett ofan á og pizzan bökuð í 225°C heitum ofni í ca 20-25 mínútur.

Athyglisverðar samsetningar:

1. Napoliskinka  og mozzarella. Prófið að setja ferskt basil ofan á áður en pizzan er borinn fram.

2. Ítalskt salami, ananas og hvítlaukur

3. Sterkt pepperoni bananar og gráðostur

4. Egg og bacon

5. Pepperoni, sólþurrkaðir tómatar og grænt pestó!!!

6. Kjúklinga álegg, Tortillaflögur og salsasósa.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook