Kínverskur lambaréttur frá leikskólanum Tjarnarseli
Á leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ er þessi réttur afar vinsæll. Hægt er að útfæra hann með öðru kjöti t.d. grísakjöti eða kjúklingakjöti.
400 gr Lambaframpartur úrbeinaður og snyrtur
1 msk Spelt
2 dl Vatn
1 tsk Kjötkraftur
1 dl Möndlur
1 tsk Sellerí ( má nota skessujurt)
1/2 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar
1/2 tsk engiferduft
1 msk Soja sósa
2 dl hreint skyr
Skerið kjötið í Strimla (fituhreinsað), brúnið kjötið í smá smjöri á pönnu, setjið í pott og stráið spelt yfir.
Hrærið vel saman.
Hellið vatni og kjötkrafti yfir og látið sjóða í u.þ.b 30 mín, ef grísa eða kjúklingakjöt er notað þá í u.þ.b 30 mín.
Saxið möndlurnar og brúnið á pönnu í smá smjöri, bætið þeim út í pottinn.
Skerið niður sellerí og blaðlauk í meðal stóra bita eftir smekk og látið út í pottinn ásamt salti, pipar, engifer, sojasósu og skyri og látið malla í 5-10 mínútur.
Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflum og tómötum
Það er upplagt að nota Íslenska skessujurt í stað sellerí (skessujurt vex í mörgum görðum á Íslandi og í okkar íslensku náttúru) má nota ferska og þurrkaða.
Verði ykkur að góðu