Til Sjávar og sveita - nautafile og humar
Það er fátt skemmtilegra en að blanda saman hráefni úr sjónum og sveitinni. Til Sjávar og sveita eða "Surf & Turf" eins og það nefnist á ensku er tilvísun í uppruna hráefnisins. Hér höfum við sett saman rétt úr nautafile og humar. Tilvalið þegar halda á geðveikt flotta veislu.
Þessi uppskrift er fyrir 4 fullorðna
800 gr -1 kg Nautafile, skorið niður í 4 jafnar steikur.
8-12 stk humar, takið humarinn úr skelinni og hreinsið.
Maldon salt
Pipar úr kvörn
Smjörklípa
Krydddlögur
2 msk ólifuolía
1 tsk sítrónusafi
1 tsk smátt saxað chilli
1 hvítlauksrif
1/4 tsk tandori krydd
1/4 tsk salt
Sósa
Nautasoð
Sósujafnari
Epli
1/2 tsk timian
Flysjið eplin og skerið niður í litla teninga setjið þá saman við nautasoðið og bragðbætið með timian, salti og pipar.
Þykkið að endingu soðið með sósujafnaranum.
Aðferð
Blandið saman kryddlöginn og látið humarinn liggja í honum í um 20 mínútur. Steikið
kjötið á vel heitri pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið. Setjið það síðan inn í 180°C heitan ofn í 4-5
mínútur (medium rare). Setjið nú kryddlöginn á pönnu ásamt humrinum, og hitið á lágum hita að suðu. Takið
kjötið úr ofninum og látið það jafna sig í 4-5 mínútur áður en það er borið fram.
Þræðið humarinn upp á trépinna 2-3 stykki á hvern pinna, stingið þeim í steikurnar og hellið kryddleginum jafnt yfir.
Berið fram með steiktu grænmeti, sósunni og bakaðri kartföflu.