Nýjustu fréttir

Björguðu lífi Sigurðar


Tveir starfsmenn Norðlenska, Grétar Guðmundsson og Steingrímur Stefánsson, björguðu vinnufélaga sínum Sigurði Samúelssyni þegar hann fór í hjartastopp sl. haust og hlutu fyrir það afrek viðurkenningu frá Rauða krossinum í tilefni 112 dagsins, sem var í gær.
Lesa meira

Norðlenska kaupir Rækjuhúsið á Húsavík

Einn starfsmanna Icelandic Byproducts í Rækjuhúsinu.

Norðlenska hefur keypt svokallað Rækjuhús á Húsavík af útgerðarfélaginu Vísi. Fasteignin er að Suðurgarði 2, þar sem Fiskiðjusamlag Húsavíkur var á sínum tíma. Norðlenska hefur síðastliðin ár leigt hluta hússins, m.a. undir starfsemi dótturfélagsins Icelandic Byproducts, sem vinnur verðmæti úr aukaafurðum.

Lesa meira

Vorslátrun 20. og 21. mars

Vorslátrun Norðlenska verður á Norðurlandi miðvikudaginn 20. mars og á Höfn fimmtudaginn 21. mars. Athygli er vakin á því að samkvæmt reglugerð frá hausti 2010, verða hrútlömb að vera gelt í síðasta lagi 2 mánuðum fyrir slátrun til að teljast til lamba. Þeir sem hafa hug á að koma með fé til slátrunar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Svölu í síma 460-8855 eða Einar á Höfn í síma 840-8870.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook