Nýjustu fréttir

Nýtt lambakjöt í verslanir

Nýtt lambakjöt frá Norðlenska kemur í verslanir á morgun, þriðjudag. Slátrun hófst í lok síðustu viku, kjöt af því fé var unnið í dag og vinnslu lýkur á morgun. Áfram verður slátrað næstu daga og framboð á nýju lambakjöti verður orðið stöðugt um miðja næstu viku.

Lesa meira

Breytt verðskrá fyrir innlagðar sauðfjárafurðir

Verðskrá Norðlenska fyrir innlagðar sauðfjárafurðir í haust, sem birt var á dögunum, hefur verið breytt nokkuð og er fyllilega samkeppnishæf við það sem aðrir sláturleyfishafar bjóða, eins og boðað var. Nýja útgáfu verðskrár Norðlenska má sjá með því að smella hér.

Lesa meira

Fráleitt að Norðlenska „geymi” kjöt

Ingvar Már Gíslason

Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri Norðlenska mótmælir harðlega  málflutningi um stöðu á lambakjötsmarkaði að undanförnu. Meðal annars hafa forsvarsmenn stórra kjötvinnsla gagnrýnt hve lítið væri til af lambakjöti í landinu og nefnt m.a. Norðlenska í því sambandi og  haldið því fram að fyrirtækið „geymi” jafnvel kjöt sem Ingvar segir fráleitt. Ingvar segir  að í þessari umræðu virðist menn leika þann leik að sleppa mikilvægum atriðum sem ekki henti málflutningnum.

Lesa meira

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook